| W H O  I S  A D D I? | C O M M U N I C A T I O N |N E W S | G U E S T H O U S E S | F R I E N D S | E U R O V I S I O N  |
From Who Is Addi?|Mánudagsfréttin 29. janúar 2007


Tuesday, February 14, 2006

nokkrar fréttir...

Þá er loksins orðið sæmilega "heitt" hérna eða kalt - það fer eftir hvernig maður lítur á málið. Við Gunni erum búnir að hafa það verulega gott þó að að strákarnir eru ekki hjá okkur. Það er nú frekar tómlegt í kotinu en það verður orðið fjör á sunnudaginn næstkomandi. Við fegnum nokkrar fréttir af þeim, bræðrum, en Þorsteinn keppti í fótbolta og liðið hans, KR, vann. Nonni keppti í fimleikum og fékk silvur á slá. Það verður gaman að fá að fá þá aftur.
En við höfum nýtt tímann okkar verulega vel og gert sitthvað af því sem maður gerir þegar maður er barnlaus; sofa aðeins frameftir, fara í ræktina, fara út að borða, fara í línuskauta-rallíið "Paris-roller", koma seint heim eftir að hafa verið á labbinu niður í miðbæ - svona sitt lítið af öllu.

Kvöldið í kvöld var voðalega notalegt en við vöknuðum á siðlegum tíma, að okkar mati, og vorum lengi að ákveða hvert og hvað skildi gera með daginn, yfir nokkrum kaffibollum. Þó að við vorum frekar latir ákváðum við að fara í ræktina niður í miðbæ og á "Club Med Royal". Við erum vanir að fara á "Club Med Montparnasse" en vildum fá smá tilbreytingu frá vananum. Það eru um það bil 10 "Club Med" stöðvar í Parísinni svo það eru um margar að velja en "Royal"-stöðin er við Louvre og í miðju fjörinu.
Það var mjög gott að lyfta aðeins, hneykslast á hinu "módel-liðinu", hnykkla vöðvana og fá stutta slökun í saununni. Við urðum svaka frískir og endurnærðir eftir þessa hreyfingu og "hneyksl" en svo ákváðum við að fara á veitingarstaðinn "Chez Hanna" (hjá Hönnu) sem er ódýr og svakalega góður veitingarstaður í "gyðinga-homma" hverfinu. Þegar þangað var komið, sár svangir, var lokað hjá henni Hönnu okkar - týpískt! en það var þá bara rölt inn á veitingarstaðinn "Marronier", sem er ekki svo langt frá "Chez Hanna", og fengið sér salat að hætti frakka; með ostum, skinku, heimatilbúinni salatsósu, gott, niðurskorið, baguette og einnig eitt glas af bordeux. Eftir það var svo farið heim að hlusta á fréttirnar og spjallað um allt milli himins og jarðar, þar á meðal það sem er að gerast í Danaveldi, "hjónaband" homma, nýjustu fréttir af Samfylkingunni og Degi B. Eggertsyni, samgöngumálum í Reykjavík ofl.

Á morgun er svo dagur St. Valentínusar en hann er haldinn hátíðlega hérna í frakklandinu. Það verður áreiðanlega yndislegt hjá okkur Gunna og verulega rómantískt. En maður verður nátturlega að vera með og gera daginn góðan í borg ástarinnar.
Ég mun gera eitthvað fyrir hann Gunna minn og byrja kannski á því að gefa honum koss, svo rauða rós og kort, með ástarljóði, en kannski maður ætti að gera eins og sumir Parísarbúar; senda ástar-skilaboð, ætlað ástinni sinni, á þá sem sjá um upplýsingaskiltin í borginni. Það er fjöldi af skiltum hérna, sem gefa upplýsingar um umferðina, leikhúsferðir, bíó, uppkomur og annað menningarlegt. Það er sem sagt hægt að senda nokkur orð ástarinnar og fá þau birt. Þetta ætti þá að vera eins og þegar maður fær á tilfinningunni að helst vilja fara uppá hæsta tind veraldar og kalla; "ég elska þig".

En það kemur í ljós hvað ég geri - en eitt sem ég geri, eins og alltaf, en það er bara að vera rómantískur.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home


SPECIAL NEWSGAY | created by NewsAddi