Hvar búum við eiginlega?
Á myndinni til vinstri sjáið þið breiðgötuna "Avenue des Gobelins"
en þar var eitt sinn teppaverksmiðja sem hét einmitt "Gobelins" og gatan hefur borið nafn fyrirtækisinns alla tíð síðan. Myndin sýnir einnig leiðina að Place d´Italie torginu, þar er stór matvöruverslun sem við gerum matarinnkaupin. Svo á myndinni til hægri, hér að neðan, sjáið þið íbúðina okkar en hún er á 1. hæð og er fyrir ofan "grænu" búðina. Það hefur verið voðalega gott að búa þarna en við erum með þessa íbúð í eitt ár eða til endaðan júní. Gatan er sérstaklega fallegt á vorin, sumrin 
og byrjun hausts en þá sést varla í húsin fyrir trjám, þó að þau sjást varla á þessum vetrar myndum. Mjög rómantísk gata.
Á síðustu myndinni, hér að neðan, er Avenue des Gobelins í hina áttina. Ef farið er þessa leið endar maður á mjög frægri verslunargötu - Mouffetard götunni. Hún er aðalega fræg fyrir útimarkaði. Þar kaupum við osta, skinkur, kæfur og baguettin okkar þegar við viljum fá eitthvað verulega franskt eða beint frá frönsku sveitinni. En þessa leið förum við líka alltaf ef við förum á línuskautum niður að Notredam kirkjunni eða niður að Signubökkum. Sú leið tekur bara 15 mín. 
2 Comments:
:) Jibbý Addi er byrjaður að blogga :):)
kv. Hryndís og Baukur
Hæhæ tilhamignju með þessa flottu síðu, vertu nú duglegur að skrifa, eitthvað annað en ég, hehehe, Hlakka til að sjá þig um páskanna, Bara 70 dagar í það að ég komi:)
Kveðja þín systa Emma:)
Post a Comment
<< Home