| W H O  I S  A D D I? | C O M M U N I C A T I O N |N E W S | G U E S T H O U S E S | F R I E N D S | E U R O V I S I O N  |
From Who Is Addi?|Mánudagsfréttin 29. janúar 2007


Wednesday, February 15, 2006

Valentínusardagurinn

Það var vaknað frekar seint og þá ekki a siðlegum tíma. En það var bara allt í lagi. Við Gunni vorum lengi að koma okkur úr náttfötunum en sátum lengi yfir góðum vindlum og góðu kaffi og spjölluðum um fréttir dagsinns. "Valentínusar-morgun-áætlunin" mín stóðst ekki alveg en Gunni fékk þó mjúkan og ástríkan koss þegar hann vaknaði. Það er svo yndislegt að vera til í dag og ef allur heimurinn væri eins og í kotinu hjá okkur Gunna væri hann án haturs og neikvæðni og uppfylltur af ást og jákvæðni. Það er svo gott að hugsa svona og það var það sem var efst í huga mér er ég vaknaði.

Það er nú svolítið gott að vera í fríi svona í miðri viku en ég er í nú í þriggja daga fríi sem kallast bara "short-brake" á enskri tungu. Gunni er einnig í fríi en það er langt vetrar frí hjá frökkum og endar á mánudaginn næsta.

Spjallið hjá okkur Gunna hélt áfram og kaffið var að klárast. Við ákváðum að fara í ræktina til að "hneykslast" og "módelast". Það var hætt að rigna og aðeins heitara en í gær svo við fórum á línuskautunum niður að "Club Med Royal" ræktinni. Sú rækt er eiginlega stórskemmtileg, full af drottningar-hommum og homma-hækjum (stelpur sem sækjast í félagskap homma) og þess vegna höfum við, báðir, einstaklega gaman af því að hlægja innra með okkur, jafnvel upphátt, að þessum "drottningum Royal ræktarinnar" sem halda að "þær" séu staddar í heims fegurðarsamkeppni. Það er tildæmis "ein" sem er búin að strekkja á sér andlitið svo mikið að "hún" er eins og ófreskja í framan og nú skulum við ekki nefna líkamann á henni eða honum eða því. En greyið, henni finnst hún vera svo "Royal" svo hún er afsökuð.
Eftir allt "cat-walkið" fórum við á Chez Hanna eða til "Hjá Hönnu" en eldhúsið hjá henni var opið í kvöld og komust að því að það er alltaf lokað á mánudögum. Við Gunni settumst niður á línuskautunum, alsælir og endurnærðir, pöntuðum það vanalega og að okkar mati það besta sem eldhús Hönnu býður upp á: "Fatafel Special" (og köllum það fatafelluna). Við vorum ágætlega saddir og ánægðir með hana Hönnu og gáfum gott þjórfé. Við vorum enn óákveðnir með "ástar-kvöldið" svo við byrjuðum að "lína" um þröngar og rómantískar götur Parísarborgar og skoðuðum bóhemíska stílinn sem einkennir borgina og létum drauma okkar flæða um eigin íbúð nálægt Signu bakka.
Eftir verulega rómantískar stundir um götur latínu hverfis, homma hverfis og gyðinga hverfis, settumst við á bar/kaffihús með Signu í augsýn og fengum okkur sitthvorn bjórinn og vindil áður ákveðið var að lína heim í jákvæða kotið okkar á "Avenue Gobelins".
Gott er að vera ástfanginn.

1 Comments:

At 5:35 PM, Anonymous Anonymous said...

snilld mér langar að koma þarna inn heheheh í ræktinna sko:) hehe
oh hvað þið eru rómo:) ég var nú bara ein á valentínusardeginum sniff, en það er nú bara eins og vanlega, kallmansleisið he´rna ´aþessu pleisi sko haha,
hlakka til að sjá þig ástin mín:)
Kveðja Emma systa

 

Post a Comment

<< Home


SPECIAL NEWSGAY | created by NewsAddi